Select Page

MJÓLK / MILK

„Þar sem hrímið draup varð af kýr sú er Auðhumla hét, en fjórar mjólkár runnu úr spenum hennar. Kýrin sleikti hrímsteinana er saltir voru. Hinn fyrsta dag er hún sleikti steina kom úr steininum að kveldi mannshár, annan dag mannshöfuð, þriðja dag var þar allur maður“.

Á meðan Gláma var ennþá jökull gat hún af sér fölhvítan vökva sem streymdi um Sjónfríð og hásléttuna og botn Borgarfjarðar. Mjólká hélt leiðar sinnar niður borgir og stalla, tvístraðist við Borgarhvilft í tvær ólíkar en liðugar systur sem ummynduðust í miðjum klíðum í spriklandi kliðmjúka fossa. Hafið ekki langt undan með opinn faðminn. Jökullinn hvarf með tímanum og mjólkurliturinn líka – en vatnasvið Glámu hélt áfram að næra bunurnar tvær. Þar til miðlun hófst með stíflum, stáli og þrýstipípum. Í framhaldinu línukerfi yfir háar heiðar Vestfjarða, sæstrengir yfir ála Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Mjólkárveita. Tangavatnsmiðlun. Hofsárveita. Mjólká I, Mjólká II, Mjólká III.

Þjóðhátíðarsumar við Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Þrír mánuðir á afviknum stað, ég hafði aldrei dvalist svo lengi frá foreldrum mínum og systur. Upplifði söknuð í fyrsta sinn. Þarna var þríbýli og enn búskapur, áin streymdi á milli bæjarins og okkar, ég rölti gjarnan yfir brúna og fylgdist með mjöltum í fjósinu. „Hver á þig?“ spurði bóndinn og ég skildi ekki hvað hann átti við. Mitt heimili var heimili yfirverkfræðings Mjólkárvirkjunar sem var aðalmaðurinn á svæðinu og stjórnaði virkjanaframkvæmdum. Áfangi no 2 í bígerð. Fyrsta vinnan mín í lífinu tengdist virkjanaframkvæmdum. Ég lærði að baka kleinur og flatkökur og passaði Ásgeir og Jóhannes Lofts og Þórusyni. Kristín í móðurkviði. Við Ásgeir smíðuðum kofa og við Ragna, amma drengjanna spjölluðum saman, urðum trúnaðarvinkonur. Enn féll Mjólká af krafti niður hlíðina. Þetta var síðasta sumarið og dramatíkin lá í loftinu.

 

“What came next was that, as the rime dripped, it gave rise to a cow named Audhumla, and four milk rivers streamed from her teats. She fed Ymir.” 

While Gláma was still a glacier, it exuded a pale white liquid which streamed around the mountain Sjónfríð, over the highland, and into the bottom of a fjord, Borgarfjörður. Mjólká—“Milk River”—made its way over cliffs and ledges and split at the Borgarhvilft cirque into two distinct, lithe sisters that morphed mid-ru into leaping, wriggling falls. Just ahead: the sea and its wide embrace. The glacier vanished and its milk color too—but the Gláma watershed kept nourishing the two torrents, until diversions began, dams, steel, pressure pipes. Resulting in a power grid over the high West Fjords heath, a submarine cable over deep channels of Arnarfjörður and Dýrafjörður. The Mjólká Power Plant. The Tangavatns Reservoir. Hof River Power Plant. Milk River I. Milk River II. Milk River III. 

That “Summer of the National Holiday”—1974, Iceland’s 1100th birthday—at the Milk River Power Plant in Arnarfjörður. I had never been away from home so long. Endured homesickness for the first time. A three-farmhouse farm there, still farming, and the river flowed between the farm and us. I often trotted over the bridge to the barn at milking time, to watch. “Who do you belong to?” asked the farmer. I didn’t know what he meant. My home was the home of the lead engineer on the Mjólká Hydroelectric Project, now in the final stages of Phase II. My life’s earliest work had to do with the power plant construction. I learned to make crullers and bake flatcakes, and to babysit. Ásgeir and I hammered together a cabin, and Ragna, the lads’ grandmother, and I became confidantes. Mjólká still fell forcefully down the slope. This was the last summer, and drama lay in the air. 

2022, UMHVERFING 4 á Vestfjörðum

 

Skills

Posted on

18.06.2022

Pin It on Pinterest

Share This